Vefmyndavél

Cannondale gjaldþrota

Stjórn Cannondale tilkynnti í dag að þær ætluðu sér að leggja fram beiðni um gjaldþrot.

Stjórn Cannondale, ásamt helstu lánadrottnum hafa komist að samkomulagi um að leggja bráðabirgða samkomulag fyrir skiptaráðanda sem gæti orðið til þess að tímabundin fjármögnun fáist til að mæta kröfum birgja og launþega.

Þessi tímabundna fjármögnun mun verða notuð til að starfrækja reiðhjóla framleiðsluna.  Segir Joe Montgomery, stofnandi Cannondale.

Cannondale hefur einnig komist að samkomulagi í meginatriðum um að selja næstum allar eignir sínar til eins af helstu lánadrottnum sínum, Pegasus Partners.  Skiptaráðandi gæti hinsvegar hafnað þessum óskum komi hærra tilboð í eignirnar.

Efni fréttarinnar er unnið af CycleNews.

Leave a Reply