Er komið nýtt KTM lið?

Samkvæmt óstaðfestum heimildum þá stefnir allt í að verslunin Moto verði ekki með keppnislið á næsta keppnistímabili.  Mikael David (Mikki) hefur hinsvegar verið í viðræðum við Karl Gunnlaugsson (Kalla) um að stofna eigið lið og fá einhvern stuðning frá Kalla ef þeir láta liðið heita „Team KTM“.  Í liðinu eru Árni Stefánsson og Ishmael David.  Mikki og Árni fá ný KTM hjól í næstu viku.  Sömu „óstaðfestu“ heimildir herma að Valdimar Þórðarsson (Pastrana) var í liðinu en Þór Þorsteinsson (Sleipi Þunder) hafi stolið honum með því að redda honum vinnu í USA og einhverju „ígildi“ samnings við Suzuki.  Einhver flækja er því orðin með fjórða mann og hefur Mikki verið að hræra í nokkrum af bestu ökumönnunum á Íslandi.

Skildu eftir svar