Dulkóðun – Leynifundir

Vefstjóri þagði eins og steinninn. Eftir heitt símtal þar sem snúið var upp á báðar hendur á vefstjóra til að fá uppgefið hver hringdi / sendi inn „Heyrst hefur…“ skotið í dag þá náðist ekkert upp úr honum.
Málið er hinsvegar sjóðandi heitt og viðkvæmt eftir því. Vefstjóri féllst á að dulkóða „Heyrst hefur…“ skotið og þá aðeins í 24 klst. Að þeim tíma liðnum á hann að fá í staðinn nánari upplýsingar.
Þið… sem náðuð að lesa þetta áður en dulkóðunin kom á… vita náttúrulega um hvað er fjallað. Þeir alhörðustu geta reynt að leysa kóðunina.

Skildu eftir svar