Vel heppnaður félagsfundur

AÍH/VÍH hélt félagsfund í gærkvöldi. Fundurinn var haldinn í litlum sal í kjallara Bókasafns Hafnarfjarðar. Hófst fundurinn stundvíslega klukkan 8, enda engin leið fyrir þá sem komu of seint að komast inn í húsið, þar sem inngangurinn var læstur klukkan 8. Um 30 manns voru mættir og eftir kynningu á stöðu félagsins gagnvart þeim málum sem eru í gangi og almennri umræðu um ísakstur hóf Jón Hafsteinn Magnússon frá JHM Sport „Tecno-Tips“ kynningu. Mætti hann með mikið magn af allskyns vörum og talaði um rétta / ranga notkun á þeim. Heppnaðist sú kynning virkilega vel, enda ætlaði salurinn aldrei að hætta að spyrja Jón. Til stóð að sýna vídeó en þar sem tíminn leið of hratt, reyndist ekki unnt að hnýta því við dagskrána. Fundi var slitið á slaginu 10.
Félagsfundir AÍH verða hér eftir haldnir fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði kl. 20:00 til 22:00. Húsinu (Bókasafni Hafnarfjarðar) mun ávallt verða læst á slaginu kl. 20:00 þannig að þeir sem koma of seint, komast ekki inn.
Þema næsta fundar verður ísakstur. Stefnt verður að því að kynna sem flestar af þeim vörum sem tengjast ísakstri ásamt „Tecno-Tips“. Nánara fyrirkomulag verður auglýst síðar en allir eru ávallt velkomnir.

Skildu eftir svar