Vefmyndavél

nóvember 2002

25.11.02 …að fyrstu Cannondale hjólin séu á leiðinni til Íslands.

…að Bílabúð Benna sé búið að festa sér umboðið og panta nokkur hjól.

25.11.02 …að Husaberg 450 hafi verið allt of öflugur.

…að skipun hafi komið frá eigendum Husaberg, KTM um að hjólið færi ekki á markað árið 2003.

…að KTM hafi ekki viljað skemma fyrir sér markaðsetningu á KTM 450.

19.11.02 …að sumir hafa skemmt sér vel og lengi.

…að sumir hafi komið einhverjum sólahringum of seint heim til sín.

…að sumir duttu næstum ofan í súpuskálina.

…að sumir voru sendir heim meðvitundarlausir með leigubílum.

…að lítið sem ekkert var um slagsmál en samt voru sumir barðir.

…að Aron (ekki pastrana) hafi hvílt sig vel á árshátíðinni og var útsofinn þegar henni lauk.

19.11.02 …að Valdi Pastrana sé orðinn gulur.

…að enn vanti einn meðlim í Suzuki liðið.

…að AronPastrana sé veikur af löngun í að komast í Suzuki liðið.

…að deilur séu hvort Aron eða Valdi eigi „Pastrana“ viðurnefnið.

…að Aron hafi gefið Valda leyfi til að halda í „Pastrana“ viðurnefnið.

19.11.02 …að veislustjórinn stal senunni á árshátíð VÍK.

…að Vídeó Glotti gerði harða atlöögu að honum en mistókst.

…að einhver unglingur hélt að Glotti væri Glanni glæpur.

…að hann veifaði 5000 kalla búntinu á barnum.

…að jakkafötin hafi verið sérsaumuð í Austurríki.

…að hann skilaði kvöldmatnum í fatahenginu áður en hann fór.

15.11.02 …að Haukur sé byrjaður að taka inn kalk-töflur svo hann fái ekki sinadrátt á árshátíðinni.

…að allir aðrir ætli hinsvegar að fá einhverskonar öðruvísi drátt.

14.11.02 …að VÍKverjar séu almennt byrjaðir á upphitun fyrir árshátíðina…

14.11.02 …að það hafi ávallt verið misskilningur að Jón Guð gangi á vatni.  Hann gengur á dempurum…

13.11.02 …að Jón Guð sé hærra settur en allir aðrir á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur.

…að hann hafi verið 80cm hærri en hinir klukkan 14 í dag.

…að kl 18 hafi hann verið orðinn rúmlega 110cm hærri en hinir.

…að ástæðan er sú að vinnuplássið sem hann hefur er stútfullt af dempurum.

11.11.02 …að Gunni Yaris og Haukur Hilux hafi grillað alla á ísnum á sunnudaginn. Sölvi ætli að setja nitro í TM.

11.11.02 …Að KTM maður, einhver af starfsmönnum Bifreiðaverkstæðis Reykjavíkur hafi verið leiddur í járnum. Settur inn í sendibíl af econoline gerð, með bláum ljósum. Hann var víst að mótmæla Kárahnjúkavirkjun og ýmsum öðrum málum á öldurhúsum borgarinnar.

10.11.02 …að Heimir „Kjúklingur“ Barðason mætti upp á Hvaleyrarvatn um þrjú leytið á laugardaginn.

…að Heimir þorði ekki að hjóla á ísnum og sagði öllum sem heyra vildu, að ísinn væri ekki tilbúinn.

…að líklega yrði hann ekki heldur tilbúinn daginn eftir (í dag)

…að Haukur og fleiri mættu klukkustund síðar.

…að þeir hjóluðu fram í svarta myrkur.

…að þeir segja að ísinn sé bara fyrir alvöru menn.

…að Heimir sé því „kjúklingur“

10.11.02 …að hrikalegur fjöldi mætti EKKI í Kívdnas á laugardaginn.

…að ekkert varð úr æfingunni.

8.11.02 …að hrikalegur fjöldi ætli að hjóla í Kívdnas á morgunnnnn… laugardaginn.

…að Einar Púki ætli sér að slá upp enduro leiki í Kívdnas.

…að Kívdnas sé einn af fáum stöðum þar sem ekkert er frosið… og fullt af sandi.

…að á morgun, í Kívdnas… verði enduro æfinga leikur… just for the fun of it…

8.11.02 …5 mínútum síðar…

…að Enigma deild Ríkislögreglustjóra hefur verið ræst út… Gera þeir ekki ráð fyrir að geta af-kóðað „Kívdnas“ fyrr en á á sunnudaginn….

…að menn gera því ekki ráð fyrir neinum blikkandi jólaseríum í Kívdnas á morgunn.

4.11.02 …að nokkrir VÍK-meðlimir verði „teknir fyrir“ á árshátíðinni

… að sumir hefðu steytt hnefum gegn saklausum pizzasendlum

… að einn hafi kveikt sér í pípu og látið frúna sjá um að afgreiða málið

… að falin myndavél hafi náð þessu öllu á filmu

… að nefndin sé rétt að byrja

30.10.02 …að undirbúningur sé á fullu fyrir árshátíðina að margt skemmtilegt verði á boðstólnum

…að Land og Synir séu að undirbúa hörku prógram

…að matseðillinn verði rosalegur

…að fjölmenni hafi verið á ísnum á Sunnudag

…að Valli hafi verið kóngurinn

…að KG sé ekki sáttur að Valli sé með 800+ skrúfur að aftan

…að hann ætli að losa sig við 10 kíló til að fara hraðar

…að það sé vitlausasta hugmynd sem KG hafi heyrt

…að KG fari að lögmáli Davíðs (‘Olafssonar)

…að lögmál Davíðs sé „karlmenn keyra 500 og eru 100 kíló“

…að kíló sé = traction

…að „silly seasonið“ sé að ná endahraða

…að nýja KTM 450 crosshjólið sé algjör BOMBA

…að það sé sagt og skrifað algjör B O B A eins og Bubbi sagði

…að hjólið hafi unnið í fyrstu keppni í Japan

…að eitt eintak sé komið til landsins

…að Hanni eigi stykkið og sé kominn í Team KTM

…að hann hafi leyft Helga Val og Einari að prófa í Sandvík

…að þeir hafi talað tungum á eftir

…að enn vanti fjórða mann í Team KTM

Leave a Reply