Fréttir að Norðan

„Hér hafa menn verið að keyra á ís á tjörninni við Skautahöllina. Mikill ís-áhugi hjá okkur. Verður jafnvel æfingarkeppni næsta laugardag, ef veður leyfir. Kristján Skjóldal, betur þekktur sem Dragsterökumaður og íslandsmeistari í Sandspyrnu, er búinn að selja draggann og kominn á 520 KTM og ný Trelleborg. Alinn upp á hjólum, enn aldrei keyrt á ís-dekkum áður. Alveg villtur á 520 hjólinu. Árni Grant fyrrum Torfærukappi og sleðameistari, er búinn að selja 2-stroke 550 KTM bombuna og kominn á 400 EXC KTM með „happytakka“ ( rafstarti.)Aldrei verið eins gaman og núna !! Gunni Hákonar WSA-Snocross maður og fyrrum sleðameistari, á 4-stroke 250 Yamaha hjólinu, keyrir á ísnum og stoppar bara til að tanka og sofa. Og Bóndinn á 450F Hondunni prjónar um allan ísinn með bros á vör. ( fraus víst brosið þegar hann prjónaði yfir sig.) Þegar byrjað að plana ferðir næsta sumar, og bara gaman. Mikil gróska á Dalvík þar sem Dalvíkurbær er að aðstoða strákana í að gera crossbraut, rétt utan bæjarins. Einnig uppgangur á Ólafsfirði og á Húsavík eru Birkir og félagar, búnir að fá lánað tún, og ætla að vera með braut í vetur á túninu, sem er flott fyrir nagladekkin. Hér hjá mér er boðið upp á kaffi og vínarbrauð, alltaf á miðvikudögum kl 09.3o Þar er farið yfir stöðuna og málin rædd. Baráttukveðjur…. Siggi B. / Motul.is“

Skildu eftir svar