Fölsuð hjól !

Einhver góður brandari í Danaveldi hefur séð ástæðu til að falsa 3stk CR500 til landsins. Tvö koma frá Reykjanesi, annað frá Höfnum og hitt var selt í Njarðvík. Þau koma gegnum einhvern Gosa í Danmörku. Búið er að selja 2stk. sem 99 árgerð en annað þeirra lenti hjá VH&S í endursölu í gær. Raggi sá strax að hjólið var ’95árgerð, engann veginn ’99. Við settum stell númerið gegnum EKJU og út kom að hjólið var flutt inn sem árgerð ’99. Við nánari skoðun er búið að slípa niður stell númerið og slá inn öðru númeri. Það er ekki einu sinni vel gert! Hjá Honda passaði númerið við ’99 og greinilegt að falsarinn hefur aðgang að dealer upplýsingum í Baunmörku. Eitt svona hjól er enn í tolli og hægðarleikur að finna innflutnings aðila og stoppa þetta grín.
Steini.

Skildu eftir svar