Jesús gekk á vatni

…eða svo segir biblían.  Ingvar smurkóngur gekk hinsvegar á Hvaleyrarvatni um níuleytið í kvöld.  Sjö metrum frá fjöruborði brakaði og dúaði ísinn vel.  Þorði hann ekki lengra en henti stórum steinum eins langt og hægt var.  Enginn steinanna fór í gegn.  Það er þriðjudagur í dag og með hóflegum skammti af hafnfirskri bjartsýni verður hægt að hjóla á ísnum um næstu helgi.

Skildu eftir svar