Vefmyndavél

Hjóli stolið

Aðfaranótt sunnudags (í gærnótt), var brotist inn í bílskúrinn hjá Torfa Hjálmarssyni.  Tóku þeir Suzuki RM80 árgerð 2000 sem er eign Freys Torfassonar (12ára) og létu öll önnur hjól og fylgihluti vera.  Það eru til 2 RM80 2000árg. hjól á landinu og lítur þetta hjól mjög vel út.  Nýtt límmiðakitt, nýtt afturbretti, ný tannhjól að framan og aftan.  Hjólið er (var) hinsvegar keðjulaust og þurfa þjófarnir því að byrja á að redda sér keðju.  Menn eru beðnir um að vera einstaklega vel vakandi og tilkynna lögreglu eða Torfa í síma 552-1550 eða 899-6383.

Leave a Reply