Hjólið fundið

Einn maður á heiðurinn skilið í dag. Er það Óli H. í Þotuliðinu.
Hann fann hjólið.  Það voru tveir strákar, 15 ára sem höfðu samband við Óla og báðu hann um að hjálpa sér að redda keðju á RM80.  Þeir sögðu honum að þeir hefðu verið að kaupa hjól og það vantaði á það keðju og báðu um aðstoð.  Hann lofaði að hjálpa þeim, enda vissi hann ekkert um þjófnaðinn.  Stuttu síðar kveikir hann á tölvunni og það fyrsta sem hann sér er fréttin á motocross.is.  Hann hafði samband við strákana og bað um að fá að sjá hjólið.  Þeir komu með hjólið til hans og sá hann þá að hjólið passaði við lýsinguna á netinu og tók hann þá málin í sýnar hendur.
Strákarnir voru búnir að rífa allt límmiðakitt af.  Taka allar hliðarplötur af hjólinu.  Eyðileggja framnúmera plötuna.  Í raun gera allt til að breyta útliti hjólsins.  Hjólið er alveg heilt að öðru leyti, enda gátu þeir aldrei keyrt á því þar sem keðjuna vantaði.  Þessu til viðbótar hafa þeir misst hjálmin og brutu skyggnið og uggann, ásamt því að rispa hann.
Vefurinn hefur í dag, enn og aftur sannað, að ekki borgar sig að stela hjóli af okkur.
Torfi Hjálmarsson vildi ítreka sérstakar þakkir til Óla H(eiðvirða) í Þotuliðinu.

Skildu eftir svar