Vefmyndavél

Reykjanesbær – Broadstreet

Umfjöllun og umsókn um notkun á gömlu motocross brautinni við Njarðvík (Broadstreet) var vísað til byggingafulltrúa, Heiðars Ásgeirssonar fyrir um mánuði síðan.  Vefurinn hafði samband við Heiðar á sínum tíma og var hann þá með nokkrar umsóknir inn á borði hjá sér um þetta sama svæði, frá mismunandi félögum (skotæfingar, paintball og fl.)
Sagði hann að ekkert mundi verða gert fyrr en heildarskipulag væri tilbúið fyrir svæðið og gæti það tekið 1-2 ár.
Hvað varðar hjólamenn, þá fór vefurinn fram á við Heiðar að hann hlutaðist til við að mæla með bráðabirgðaleyfi á næsta skipulagsfundi á þeim forsendum að engin hæfa væri að láta hjólamenn vera að þvælast út um fjöll og móa á Reykjanesinu, spólandi yfir bakgarða íbúa á sífelldum flótta undan lögreglunni..  Skynsamlegt væri af hálfu bæjaryfirvalda að veita bráðabirgðaleyfi meðan skipulag lægi ekki fyrir þannig að hægt væri að safna hjólamönnum á einn stað þar sem fyrir er braut og einhver regla komist á þessi mál, a.m.k. til bráðabirgða.
Eins og staðan er núna þá bíður vefurinn eftir að heyra frá Heiðari og vonast hann til þess að það gerist í dag.

Leave a Reply