Vefmyndavél

KTM ferðin 2002

KTM ferðin 2002 4th edition verður farinn um helgina. Þetta er fjórða ferðin sem KTM Ísland stendur fyrir. Ferðin er fyrir KTM hjólaeigendur og var fyrst farinn sumarið 1999. 4th edition ferðin hefst á föstudagsmorgun kl. 10 og fara þá 20 KTMeigendur af stað og aka uppí Hrauneyjar þar sem gist verður. Á laugardagsmorgun kemur svo 20-30 manna hópur og lagt verður af stað kl. 10:30 í 250 km túr um svæðið sem er eitt besta Enduro svæði sem til er. Áætlað er að hópurinn komi aftur í Hrauneyjar á milli 18 – 19 og er þá heljarinnar a´la Katoom grill fyrir hópinn. Skráning er til kl:18 á miðvikudaginn 10. júlí. S:586-2800

Leave a Reply