Júlí 2002

23.07.02 …að Grétar sé eldri en koniakspelinn í verkfærasetti Magga, Just!

…að Öxin í Lambhaga verði hættulegri með árunum, fleiri halda að þeir ráði við hana eftir áralangt áhorf.

…að konur hafi geymt rigninguna meðan menn börðust við rykið.

…að Einar Krassi hafi haft mest fyrir túrnum. Kom á Nokia 520 – sjónvarpsstól, í forstjóraleik, spólaði upp nágrennið og hvarf í eldinn undir gítartónum Steina Tótu.

…að Úrbræðslubrekkan ( Einn af 3 löglegum hestaflamælum landsins ) sé enn þung eftir síðasta gos.

…að HRC gleymdu að kaupa eldgos fyrir hönnun CRF.

…að Maggi sé svekktur á framkvæmdaleysi HRC og tilbúinn að selja þeim gos.

…að evrópskir hafi dáðst ofan frá að tilraunum japanskra í brekkuna.

…að 470 sé 20% meira en 450 í metrum en enginn í ferðinni hafi kunnað að reikna. Hlógu bara hástöfum af brúninni?

…að Maggi hafi hlegið lítið!

…að Grétar hafi hlegið manna mest þegar 380 sveifin vildi ekki niður á brúninni. Og ekki minna á ádreparanum í bakaleiðinni samhliða Steina.

…að Pétur (Skipa) Miðill eigi þyngsta KDX landsins. Það kostaði 20min og 1bak að losna úr gilinu sem hinir tóku ekki eftir.

…að bak Péturs komist ekki fyrir í Suzuki húshjóli. Þegar farþegasætið var lagt aftur, þurfti hjálm og gleraugu í bæinn.

…að Tóti Mælir sparaði svo mikið bensín meðan hinir reyndu við Úrbræðslu að hann keyrir frítt fram á haust!

…að Gummi Púki sé enn skít-hræddur við FC501. Bergurinn var í enduro ferð og Gummi fékk að sitja á.

…að menn læra að sofa við 1 mini PW50 í gangi frá kl. 08:00 í Lambhaga, enda ný sofnaðir.

18.07.02 …að nýja 525 SXið sé allgjör sprengja

…að ónefndur topp keppnismaður hafi aukið hraðan um helming þegar hann prufaði græjuna í Ólafsvík

…að Helgi Valur hafi þurft að draga hann af baki

…að Einari þyki „gamla“ 520 SXið vera Enduro hjól

…að Helgi Valur fái 50.000,- sekt frá KTM Racing Team ef hann verði í 4 sæti

…að sektin sé 100.000,- fyrir 5 sætið

…að Einar sé klár í Fast Eddy´s um helgina

…að Bretarnir ætli að jafna leikinn við Íslendingana fyrir þorskastríðið.

…að Kjartan á Klaustri tali tungum eftir að hafa fengið nýja 450 EXCið

…að hann geti keyrt upp fossa

…að ótrúlegustu menn hafi komið í KTM / MOTO og óskað eftir 450

…að þeir hafi flestir verið dulbúnir og krafist nafnleyndar

…að von sé á nýjum 450 MXC fyrir Verslunarmannahelgi

…að KTM Austria sé þögul sem gröfin yfir nýja 250 SXinu og 450 SXinu

…að enginn fá að vita neitt um þessar Moto-Cross sprengjur fyrr en í September

…að karlmenn keyri 500

…að sannir karlmenn haldi áfram að vera sannir karlmenn

…að þeir elti enga tískustrauma

…að því að tískan fer í hringi

…að Ólafsfirðingar tengi saman hjóltúra og hrefnuveiðar

…að þeir séu þó skárri á hjólunum en við veiðarnar

16.07.02 …að góð mæting hafi verið í KTM Ferðina 2002

…að ferðin hafi verið sú 4 í röðinni

…að 22 hafi hjólað úr bænum á föstudag í Hrauneyjar

…að SKY Digital hafi vakið meira áhuga hjá hópnum um kvöldið en barinn

…að 2 ný 450 EXC 2003 hafi verið með í túrnum

…að það séu fyrstu 450 EXC hjólin sem tekin hafi verið í notkun í heiminum af venjulegum kaupendum

…að enginn hafi verið þunnur á laugardagsmorgun en 32 hjól lögðu frá Hrauneyjum kl:11

…að margir sprengdu, þó aðrir oftar en sumir.

…að það hafi verið farið að hvessa við komuna í Jökulheima

…að það hafi verið smollið á fárviðri þegar lagt var af stað frá Hrauneyjum

…að fyrst hafi hópurinn verið sandblásinn en síðan grýttur

…að Lucky Joe hafi verið án lukkunnar þegar hann fauk útí móa

…að Helgi Valur hafi fokið jafn langt

…að „S“Ölvi hafi slegið metið og fokið lengst

…að tilboð sé á vintra plasti og Autosol í MOTO

…að ekki hafi allir verið edrú á laugardagskvöldið

…að grill Chef a´la Katoom hafi verið sveittur við grillið

…að 1/2 kíló af enduro lambi hafi dottið ofan í hvern kjaft

…að Emil hafi dáið oftar á 24 tímum en meðal maður á áratug

…að gott sé að fara í bað fyrir svefnin

…að þeir sem fóru í bað hafi farið snemma að sofa… um morguninn

…að aðeins 5 hafi hjólað í bæinn

…að mótorhjólamenn séu enn velkomnir í Hrauneyjar

04.07.02 …að KTM-liðið hafi ekki geta tekið þátt í Fast Eddy keppninni vegna verslunar- leiðangurs í London.

Skildu eftir svar