Enduroskreppur

Næstkomandi laugardag, 20 júlí verður enduro skreppur VHS.  Ekið verður um nágrenni Reykjavíkur undir villtri leiðsögn Steina Tótu.  Ef veður leyfir verður grillveisla í boði VHS.  Mæting er klukkan 11 við Vélhjól og Sleðar (VHS) og lagt af stað þaðan.  Skreppurinn er tilvalin æfing fyrir enduro ævintýrið mikla sem verður síðustu helgina í ágúst í boði VHS.
Athugið að allar tegundir manna og hjóla eru velkomnar.  Menn/konur eru beðin um að skrá sig í ferðina með því að hringja í 587-1135.  Nauðsynlegt er að fjöldinn sé nokkurnveginn á hreinu svo nóg verði af mat.  Ekkert gjald – bara gleði.
2 stroke motocross hjól þurfa 5 lítra á bakið.

Skildu eftir svar