Vefmyndavél

60 manns skráðir

Alls eru 60 manns skráðir í motocross keppnina á Selfossi á laugardaginn.  32 eru skráðir í Meistaradeild og 28 eru skráðir í B deild.  Einhverjir af þessum 28 munu keppa í unglingaflokki en skráningarkerfinu hefur ekki verið breytt fyrir þennan nýja flokk.
Er þetta önnur keppnin til Íslandsmeistara á árinu en sú þriðja verður 27 júlí.  Fjórða og síðasta keppnin verður síðan 31 ágúst.
Búast má við mikilli spennu og miklum látum allan daginn.  Áhorfendur sjá keyrða 6 riðla.  Þrjá í Meistaradeild, tvo í B deild og einn í Unglingaflokki.

Leave a Reply