Vefmyndavél

Óánægja með keppnisdagatalið

Vefnum hefur borist bréf frá Vestmannaeyjum.

Hvað er í gangi! Vilja menn sleppa eyjakeppninni úr Ísl.mótinu í crossi næsta sumar? Eða hafa menn upp á eitthvað betra að bjóða. Í Eyjum er fullbúin braut sem lögð er í náttúrulegu landslagi með brekkum, hólum og hæðum + tilbúnum pöllum. Brautin er erfið MX-braut(kannski of erfið fyrir suma). Eru menn kannski að setja fyrir sig ferðakostnað fyrir eina ferð með Herjólfi á meðan við förum u.þ.b. 6 keppnisferðir yfir sumarið og látum það ekki hindra okkur í að stunda þetta frábæra sport. Það hljómar undarlega að menn séu tilbúnir að fórna því að keppa á þessari alvöru mx-braut þar sem keppt er með fullu leyfi og stuðningi bæjaryfirvalda, fyrir kannski braut í Reykjavík sem ekki er til en verður vonandi einhverntíman að veruleika.
Hvað finnst mönnum vera boðleg mx-keppnisbraut???
1. Reykjavík (???????????)
2. Selfoss (stuttur góður æfingahringur)
3. Akureyri (flatt svæði með stórum stökkpöllum (supercross))
4. Ólafsvík (mjög góð braut)
5. Eyjar (tilbúin braut frá náttúrunnar hendi)
Þetta eru aðeins mínar hugleiðingar, með von um breitt keppnisdagatal og skemmtilegt motocross tímabil.
Með (o-ring)keðju Sævar „Langston“ B-kongur
PS. í Eyjum er hægt að hjóla 11 1/2 mánuð á ári. Allir velkomnir nema fýlupúkar.

Leave a Reply