Hver ætlar að taka við?

Ég vil byrja á því að óska öllum félagsmönnum í VÍK gleðilegs árs og þakka fyrir þau gömlu. Nú þegar það styttist í aðalfund VÍK vil ég velta upp þeirri spurningu. Hverjir ætla að taka við í stjórn klúbbsins? Því eins og fram kom á síðasta félagsfundi þá ætla fjórir af fimm meðlimun stjórnarinnar að hætta. Það er því nokkuð ljóst að það vantar fjóra drífandi einstaklinga til að taka sæti í stjórninni, til þess að fylla upp í þau skörð sem þar myndast. Skúli er sá eini sem ætlar að bjóða sig áfram í sjórn VÍK. Mér hefur verið bent á það, að það sé ekki viturlegt að skipta svona mörgum út í einu, og er ég sammála því. En eins og staðan er í dag þá er enginn af þessum fjórum einstaklingum tilbúinn að halda áfram í stjórninni og er ég þá meðtalinn. Við sem ætlum að hætta komum sjálfsögðu til með að aðstoða væntanlega stjórn í að komast inn í þau mál sem fylga því að halda utan um klúbbinn og rekstur hans. Ég tel að fráfarandi stjórn skili góðu búi og það sé ekki erfitt verk að taka við stórnartaumunum. (Vá! Þetta var eins og hjá Davíð) Ég vil því hvetja menn til þess að íhuga það hvort stjórnarseta í VÍK, samheldnasta mótorsportklúbbi á Íslandi sé ekki eitthvað sem vert sé að skoða. Því ég er farinn að hafa nokkrar áhyggjur af framtíð VÍK miðað við þær dræmu undirtektir sem framboðsmálin hafa fengið. Og ég trúi því ekki að enginn hafi áhuga á þessum skemmtilegu félagsstörfum. Því vissulega eru þetta skemmtileg og gefandi félagsstörf sem gaman er að vinna. Þess vegna skora ég á menn að bjóða sig fram til stjórnarsetu sem fyrst því það styttist óðum í aðalfund.

Virðingafyllst
Magnús Þór Sveinsson
Formaður VÍK

Skildu eftir svar