Bog Work ævintýri í Englandi

Steini Tótu sendi vefnum stutta lýsingu á ævintýri sínu um síðustu helgi.

Steini Tótu fór um helgina á “ Steve Bertrams memorial Bog Wash “ í norður Englandi. Innlendingar ákváðu að nú fengi Íslendingurinn að finna hvað “ Bollocks Bog Work“ væri.  Bog work snýst aðallega um að bera hjólið sitt um endalausa mýri, upp úr festum ( upp að sæti ) o.s.frv. „Bog“ er sem sagt mýrarpyttur.
Steini hélt að „Wales Enduro“ Væri ca. toppurinn á drullu bullinu, en þetta var spes. Þegar hjólið var upp að eyrum, voru ennþá 200m eftir í land.
Sviti og innan blaut föt hafa fundið nýja merkingu.
Mæling á enduro galla er:
1) Ef þú ert tilbúinn að halda áfram eftir 3 festur þá er Gore Texið að virka.
2) Ef þú ert tilbúinn að halda áfram eftir 5 festur. ( Að lyfta hjóli úr mýri er aðallega spurning um hvort þú sért maður eða kona ) Þá er spurning hvort þetta sé gaman.
3) Ef þú meikar trjágöng með 50 drainage-um ( þverskurðir til vatnslosunar ) ca. 1/2km á einni gjöf, ertu orðinn enduro guð, og hinir fara að spá í hvaða græjur þú ert með. Trjágöng hafa þann skemmtilega eiginleika að hafa ekkert grip. Bara mosa og drullu.
Planið hjá Englendingum fór „Out the window“ á slóð sem kallast “ The Coarse Way“ Þar átti að sýna hver var undan hverjum og hlæja svolítið að aðkomumanninnum.
Túrinn breyttist í “ Disaster “ þegar útlendingurinn á KDXinu var sá eini sem komst í gegn og innlendir urðu að fara framhjá “ The hard bit “ Eingöngu til að villast af leið og týna útlendingnum, sem hélt áfram eftir kortinu og fann innfædda löngu síðar eftir myrkur, í þorpi þar sem allt var frosið. Mannskapurinn, Pöbbinn og hjólin.
Steini Tótu er að spá í hvort Disaster tours ( Þar sem ekkert virkar eftir plani ) gæti veri buisiness!

Skildu eftir svar