Vefmyndavél

Keppnistímabilið 2001

Grein eftir Karl Gunnlaugsson. 13.11.01

Ég rakst á nokkuð góða grein eftir Kjartan Kjartansson á Enduro.is þar sem hann kemur með margar
þó nokkuð góðar hugmyndir um komandi keppnistímabil í Enduro. Mig langar til að bæta við þetta og leggja
fram hugmyndir að annars frábæru keppnishaldi VÍK, Líklegs, Eyjamanna, Ólafsvíkinga og Akureyringa.
Ég held að ef við ætlum að halda áframhaldandi uppgangi í sportinu þurfa menn og konur að staldra við,
horfa um öxl (viðbein) og skoða hvað við betur getum gert.
Ef við skoðum farinn veg og byrjum á fyrsta alvöru árinu þegar stóra bomban varð í Sportinu, árið 1999
1999:
3 (5) Enduro keppnir, 2 keyrðar tvöfaldar eða 90mín hringir í hvora átt sem hver um sig gaf full stig og
1 keppni keyrð sem sérleiðakeppni. = 5 keppnir sem gáfu stig eða 5×30 stig = 150 stig
3 Moto-Cross keppnir, allar keyrðar sem 3x Moto og mest 3×20 x3 = 180 stig
2000:
Enduro keppnirnar keyrðar með sama fyrirkomulagi og 1999 og 150 stig í pottinum, gott mál.
4 Moto-Cross keppnir, aukið um eina keppni frá árinu á undan og 3×20 x4 = 240 stig
Þetta gerði Moto-Crossið mun meira spennandi og mjög hæfilegur fjöldi keppna til Íslandsmeistara.
Einnig var byrjað að keyra 2x B Moto í keppnum sem tókst frábærlega vel og gerði stormandi lukku
hjá áhorfendum
2001:
3 Enduro keppnir og aðeins 3×30 stig = 90 stig í pottinum. Keppnir keyrðar í 2 tíma og B flokkur keyrður
sér í 1 tíma.
Að mínum dómi slæm afturför, keppnum sem gefa stig fækkað um 2 og aksturstími til Íslandsmeistara
styttur úr 450 mín. í 360 mín. og stigum í pottinum fækkað í 90 úr 150.
Hvað er til bragðs að taka, fjölga keppnisdögum, nei ég held ekki, við erum þegar með 7 helgar undir
Íslandsmótið og okkar stutta sumar telur ekki nema mesta lagi 12-14 helgar.
Væri hugsandi að keyra ákveðin hring í 120 mín Laugardag og í hina áttina á Sunnudag, ekki spennandi,
lengir viðverutíma starfsmanna, eykur kostnað keppanda ofl.
Er málið að keyra 120 mín frá 10 – 12 hlé og aftur 120 mín frá 14 -16, sniðugt finnst mér sem leikmanni.
Hvað á þá að gera við B flokkinn ? Keyra hann með A flokknum ekki spurning, hvernig ? B flokkur startar
á eftir A flokk í sömu braut en tvö talningarhlið annað fyrir A og hitt fyrir B síðan má deila um heildar aksturstíma
B flokksins sem ég tel ágætan sem 60 mín.
Þetta fyrirkomulag myndi kalla á lengri braut ca. 12-15 mín. hring fyrir Topp 10 A mann.
Keyra Íslandsmótið með 2x tvöföldum keppnum og einni alvöru sérleiðakeppni eins og gert var ´99 og ´00
Með talningu að gera þá þurfum við ekki að finna upp hjólið ! í „Fast Eddy´s“ í Bretlandi og „Off-Road Challenge“
í Austurríki þar sem 250 – 300 keppendur eru í einu í ca. 10 mín braut er notuð strikamerking eins og í Bónus
og hver keppandi er með merki sem lésið er af með skanna í talningahliðinu, einfalt og gott, klikkar ekki
eða vitið þið til þess að maður sleppi með nokkuð fram hjá skannanum hjá Bónus……
Ég er viss um að „Tölvukallinn“ hann Guðjón hafi lausn á foritinu eða að hægt sé að útvega það.
Moto-Crossið virðist vera komið í mjög fastar skorður og B flokkurinn búinn að festa sig í sessi
og rétt að halda þar Íslandsmótinu við 4 keppnir en einbeita okkur að því að gera þær að alvöru „SHOW“ dæmi.
Í lokinn langar mig til að menn virði og viðri hugmyndir sýnar og reynum nú allir saman að fara að komu festu á
Enduro keppnirnar eins og Moto-Crossið.
kveðja,
Karl „Katoom“ Gunnlaugsson

Leave a Reply