Vefmyndavél

Þakkir frá VÍK

Árshátíð VIK 16.11.01

Mig langar að koma fram þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn við að halda árshátíð VÍK og Freestyle-sýninguna hans Fredda á miðvikudaginn.  Þetta hefði aldrei gengið upp án ykkar aðstoðar. Það var eiginlega sama við hvern var talað, allir voru tilbúnir að aðstoða eftir bestu getu. Og því sem þurfti að redda, var reddað, sama hvað það var. Það kom því berlega í ljós að samstilltari hóp er erfitt að finna og með þessu framtaki sönnuðum við, að VÍK er með bestu félagsmenn sem völ er á.

Ég vil því þakka eftirfarandi fyrir aðstoðina:

Evu, Jóni Magg, Skúla, Ragga, Lucky Joe, Dalla, Grétari, Hauki, Þorra, Binna, Gumma Sig., Hákoni, Kára, Gunna Þór, Gunna Sölva, Kalla, Reyni, Einari, Frissa, Einari Bjarna, Helga Val, Jonnu, Guðrúnu, Varða, Helgu, Gerði, Tóta, Valda, Októ, Hirti, Heimi, Pétri í Suzuki, Viggó Guðmunds., Steina, Jóni og Árna. Eflaust er ég að gleyma einhverjum, en það er ekki illa meint.

Án ykkar hefði þetta ekki verið framkvæmanlegt.

Maggi
formaður

PS. Svo vil ég minna á, að hægt er að kaupa myndirnar frá enduróinu sem sýndar voru á árshátíðinni hjá Sigurði Jökli, ljósmyndara í síma 899-3843.

Leave a Reply