Vefmyndavél

Verð í tryggingar

Vefnum hefur borist bréf frá Tryggingamiðlun Íslands.

Ég er að bjóða Sjúkra- og slysatryggingar frá Tryg Baltica, dönsku tryggingafélagi, sem eru að mörgu leyti frábrugðnar hliðstæðum tryggingum sem í boði eru á íslenska vátryggingamarkaðnum. Má í því skyni nefna mun umfangsmeiri tryggingavernd og hagstæðari iðgjöld. Gjaldskrá félagsins tekur til dæmis ekki mið af kyni eða aldri viðskiptavinarins. Boðið er upp á bótasvið hvað varðar varanlegaörorku vegna veikinda og slysa, dánarbætur vegna slysa og dagpeningabætur, annað hvort vegna veikinda og slysa eða eingöngu vegna slysa. Sé óskað eftir sjúkra- og slysatryggingu er tryggingavernd vegna varanlegrar örorku skylda, en viðskiptavinurinn hefur frjálst val um það hvort tryggingin feli í sér dánarbætur eða dagpeninga. Hægt er að velja biðtíma allt niður í 2 vikur ogbótatíma allt að 104 vikum. Að sjálfsögðu getum við hæglega boðið fólki sem stundar áhættusamar íþróttir (t.d. krossarar) þessa tryggingu og mun það ekki hækka iðgjöld verulega. Taka má fram að trygging þessi er mun ódýrari en íslensku félögin eru að bjóða. Iðgjöld tryggingarinnar eru reiknuð út miðað við starf viðkomandi tryggingataka en munu ekki taka sérstaklega til þess að um aðila er að ræða sem stundar áhættusama íþrótt

Það sem gerir þessa tryggingu að sérlega ákjósanlegum kosti umfram flesta aðra er, að í tryggingaverndinni er innifalin „fagörorka„. Það þýðir að sé hinn vátryggði ófær um að stunda sína föstu atvinnu í kjölfar veikinda eða slyss, á hann rétt á 100% örorkubótum, þó svo að prósentustig læknisfræðilegrar örorku sé mun lægra. Gildir þá einu hvort hann er fær um að stunda einhverja aðra vinnu eða ekki. Ekki þarf mörg orð um það að hafa hversu mikilvæg tryggingavernd sem þessi er. Á bak við eitt ævistarf býr oft margra ára kostnaðarsöm menntun og ekki má gleyma þeirri kjaraskerðingu sem breytingar á atvinnuhögum í kjölfar veikinda eða slyss hafa oftast nær í för með sér. Er þá ótalinn tilfinningalegi þátturinn sem fylgir því að verða að snúa baki við ævistarfinu sínu. Tryg Baltica er þekkt fyrir sveiganleika, en hægt er að laga tryggingaverndina að persónulegum aðstæðum hvers og eins.

Hægt er að hafa samband við mig og fá nánar upplýsingar annað hvort með að hringja í síma 869 6258 eða senda mér e-mail á hrefna@centrum.is

Með kveðju,

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir,

Tryggingaráðgjafi – Tryggingamiðlun Íslands ehf.

Leave a Reply