Tryggingar á ökumönnum í keppni

Það virðist gæta nokkurs miskilnings varðandi tryggingar á ökumönnum í aksturskeppni. Menn halda almennt að þeir séu tryggðir af keppnishaldara þegar þeir taka þátt í Enduro eða Crossi. Þetta er að sjálfsögðu misskilningur og í raun hefur allt keppnishald í Motocross og Enduro verið ólöglegt undanfarin tvö ár. Í reglugerð um aksturskeppni segir eftirfarandi um tryggingar:

Úrdráttur úr reglugerð vegna trygginga á ökumönnum í keppni.
Samantekt: Aron Reynisson

Það virðist gæta nokkurs miskilnings varðandi tryggingar á ökumönnum í aksturskeppni.  Menn halda almennt að þeir séu tryggðir af keppnishaldara þegar þeir taka þátt í Enduro eða Crossi.  Þetta er að sjálfsögðu misskilningur og í raun hefur allt keppnishald í Motocross og Enduro verið ólöglegt undanfarin tvö ár.  Í reglugerð um aksturskeppni segir eftirfarandi um tryggingar:

5. gr.

Ökutæki sem taka þátt í aksturskeppni skulu ábyrgðartryggð sérstaklega vegna þeirrar áhættu sem í keppni felst. Þá skal keppnisstjórn leggja fram hæfilega tryggingu vegna ábyrgðar á framkvæmd keppninnar.
Ennfremur skal keppnisstjórn kaupa slysatrygingu vegna starfsmanna við keppni utan vega er greiði bætur við dauða eða algera varanlega örorku. Heimilt er í því sambandi að kaupa vátryggingu er gildi fyrir ákveðið svæði utan vega til æfinga og æfingarkeppni, sbr. 15. gr.
Dómsmálaráðuneytið ákveður árlega vátryggingarfjárhæðir ábyrgðartryggingar vegna framkvæmdar á aksturskeppni og slysatryggingar, svo og vátryggingarfjárhæð fyrir ákveðin svæði.

Sú trygging sem keppnishaldari kaupir, dekkar því einungis slys á þeim sem vinna við keppnina og ábyrgð á framkvæmd hennar.  Öllum sem taka þátt í keppni ber því sjálfum að tryggja hjólin sín sérstaklega og er það hlutverk keppnishaldara að ganga úr skugga um að það sé gert.  Keppnistrygging er alveg óháð því hvort hjól eru skráð eða ekki.  Hvað varðar skráningarskylduna þá gildir eftirfarandi:

21. gr.

Ökutæki sem skráð hefur verið til aksturskeppni (þar með talin æfingarkeppni) utan vega, sbr. 2. mgr. 14. gr., þarf ekki að fullnægja öllum skilyrðum laga og reglna um gerð og búnað ökutækja; þó skal bifreið búin veltigrind og öryggisbelti. Aksturshemill og stýrisbúnaður skulu virka örugglega. Gerð ökutækisins og búnaður þess skal uppfylla kröfur samkvæmt keppnisreglum. Einungis er heimilt að nota ökutækið á viðurkenndum æfinga- eða keppnissvæðum. Heimilt er að skrá ökutæki til aksturskeppni utan vega þótt það hafi ekki verið skráð almennri skráningu.
Fyrir hverja keppni skal ökutæki sem skráð er skv. 1. mgr. skoðað af þar til kvöddum eftirlitsmönnum sem lögreglustjóri samþykkir.
Ökutæki skráð almennri skráningu sem skráð hefur verið til aksturskeppni utan vega má ekki nota í almennri umferð nema það hafi verið fært til breytingarskoðunar hjá skoðunarstofu og viðurkennt af skráningarstofu sem gefur út nýtt skráningarskírteini.

Óskráð hjól meiga því taka þátt í keppni svo framarlega sem þau eru keppnistryggð.

Ég vona að þetta taki af allan vafa um málið.  Það er svo spurning hvort það verður farið eftir þessari reglugerð keppnisárið 2002.  Það er eins og ég nefndi á ábyrgð keppnishaldara að ganga úr skugga um það.  Sá sem tekur á sig þá ábyrgð persónulega að vera keppnisstjóri verður að gera það upp við sig hvort hann vill hleypa mönnum í keppni sem ekki hafa keppnistryggingu (það er lögbrot að gera það).  Og svo er það alltaf spurning hvort félagið tekur af skarið og semur um þessar tryggingar fyrir hönd þeirra félagsmanna sem ætla að keppa og rukkar upphæðina um leið og keppnisgjöldin.

Skildu eftir svar