Eru keppendur tryggðir?

Aron Reynisson vonast til þess að svar hans við erindi Hákons Ásgeirssonar, fyrr í dag,  skýri málið og taki af allan vafa um að keppendur eru ótryggðir nema þeir geri sérstakar ráðstafanir.
Inngangur greinar minnar var „Tryggingar á ökumönnum í keppni“.
það var því ekki ætlunin að deila við stjórn VÍK um það hvort keppnishald þeirra er löglegt eða ekki, heldur benda ökumönnum á að þeir eru ótryggðir í keppni nema að þeir geri ráðstafanir og semji við tryggingafélag sitt um keppnistryggingar (þ.e. ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns).
Í svari VÍK segir annars orðrétt:  „Með því tryggingarskírteini sem VÍK kaupir fyrir hverja og eina keppni ábyrgðartryggir VÍK þann skaða sem keppnistækin valda þriðja aðila, þ.e. skaða sem verður af völdum þeirra á áhorfendum eða aðstandendum.“  Það er því ljóst að keppendur í keppninni eru ekki tryggðir með þessari tryggingu.  Einnig getur hver fyrir sig lesið reglugerð um akstursíþróttir en hún er hér á vefnum undir liðnum keppnisreglur.  Það er alveg skýrt að hvert einstakt ökutæki skal ábyrgðartryggt sérstaklega fyrir keppnishald.  Ég (fyrir hönd VÍH) er búinn að eiga viðræður við tryggingafélögin ásamt fulltrúa VÍK (Heimi Lopa) um meðal annars þetta mál og það hefur verið alveg skýrt að svona er þetta.  Það er því ekki um neinn misskilning að ræða af minni hálfu.  Ég vil einnig nota tækifærið og benda mönnum á að þessi keppnis ábyrgðartrygging (sem er skylda að kaupa) innifelur ekki slysatryggingu ökumanns.  Hún bætir einungis það tjón sem þú kannt að valda öðrum ökumanni, með því t.d. að aka hann niður.  Eins og staðan er í dag getur ábyrgðarmaður aksturskeppninnar lent í þeirri stöðu að keppandi sem slasast af völdum annars ökumanns í keppni, getur sótt hann til ábyrgðar ef sá sem slysinu veldur er ekki ábyrgðartryggður samkvæmt reglugerðinni.  Ég vona að þetta skýri málið og taki af allan vafa um að keppendur eru ótryggðir nema þeir geri sérstakar ráðstafanir.  Allar „venjulegar“ ökutækjatryggingar gilda ekki í keppni og VÍK tryggir þá ekki gegn slysum á þeim sjálfum.
Virðingarfyllst
Aron Reynisson

Skildu eftir svar