Aldrei keðjur á Lyklafelli

Á sunnudaginn mætti Torfi Hjálmarsson með 3 stráka upp í Lyklafell.
Þar hitti hann fyrir Magnús, formann Fjáreigandafélagsins og var hann að læsa hliðinu og vildi ekki opna. Torfi spurði hver ástæðan væri og sagði hann hana vera þá, að við værum alltaf að elta rollurnar á hjólunum.
Torfi hringdi í yfirvarðstjóra Kópavogslögreglu sem vissi lítið um málið en benti honum að hringja í Þóri Steingrímsson, rannsóknarlögreglumann, sem hefur á borðinu kæru frá formanni Fjáreigandafélagsins á okkur hjólamenn fyrir að hafa verið að klippa á keðjuna.
Þórir gat ekki sagt honum hver ætti veginn eða hvort hann hefði heimild til að loka honum.
Torfi hringdi þarnæst í aðstoðar-Vegamálastjóra, Jón Rögnvaldsson sem tjáði honum að hvort sem þetta væri gamall vegur eða nýr þá skv. 40. reglugerð/greinagerð umferðalaga mætti ekki loka þessum vegi og almenn umferð á honum leyfileg, hvort sem hann liggur í gegnum einkaland eða ekki.
Þarnæst var hringt í Landsvirkjun og talað við Þorgeir Andrésson, verkfræðing sem hefur með þessi mál að gera hjá Landsvirkjun. Hann kannaðist við málið og sagði að þeir hefðu veitt Magnúsi rollubónda leyfi til að loka þessu með því skilyrði að hann léti Landsvirkjun og Slökkviliðið hafa lykil. Jafnframt sagði hann Magnúsi að hann teldi þetta vera vafasama aðgerð sem líklega kæmi til með að hafa eftirmála.
Hann sagði það ekki skipta máli hvort þeir ættu veginn eða ekki. Ef Landsvirkjun á þennan veg þá er öllum frjálst að nota hann. Eina skilyrðið sem við gerum er að menn séu ekki með hraðakstur á vegunum.
Þá var aftur haft samband við varstjóra kópavogslögreglu og honum tilkynnt um framangreint. Sagði varstjórinn að hann ætlaði að senda Magnús rollubónda uppeftir til að fjarlægja þessa keðju og jafnframt benti okkur á að ef við komum einhverntíman að þessu hliði læstu þá má hringja í Kópavogslögregluna og þeir munu koma strax og fjarlægja keðjuna.
Vefurinn hrósar Torfa Hjálmarssyni hástert fyrir þessi einstöku vinnubrögð. GM.

Skildu eftir svar