Júlí 2001

30.07.01 …að Fjórðungs-sjúkrahúsið á Akureyri verði sennilega næsti “ Big Sponsor“ MX á Akureyri. Það var plenty business alla vikuna meðan menn voru við æfingar í nýju brautinni.

…að vestmannaeyingar eru vinsælir á spítalanum.  Akureyskar hjúkkur hitta þá daglega án þess að fara úr vinnunni!

…að norðlenska „Slysó“ eru hrifnir af MX. Loksins einhver alvöru business!

…að einhver spurði: Er skráningin hér fyrir Crossið? Þetta var á Akureyrar Slysó, þar sem sex manns voru í viðgerð.

…að crossarar framtíðarinnar verði: VestmannEyringar.

…að keppnin um vinsældir á „Slýsó“ sé harðari en í brautinni.

…að „blåklæder“ Gaflarar eigi séns í titilinn.

…að bläklæder vinnuföt og hjúkkur eiga vel saman.  Þegar hjúkkan kemur, fara menn úr!

…að brautin -v/s Yamaha Haukur 1-0.

…að brautin -v/s Arnór Y-Hauksson 0-1.

…að Varði vann keppnina um allt sem skipti máli. ( Annað en verðlaunasætin ). Flaug inn um morguninn, setti hjólið í gang eftir Ólafsvík, ákvað að þetta væri ekkert mál, endaði sjötti í keppninni, fékk að éta, spilaði á partý gítar fram á morgun og flaug heim! Hvað eru allir hinir að æfa!?!

…að Viggó sannaði kenninguna um týnda hlekkinn. Það eru til apar án viðbeina. Höfuðbeinið er gert sérstaklega þykkt og kemur í stað annarra beina.

…að Argnold mætti í sína fyrstu keppni og vann.  Raggi fékk að sitja á!

…að samband Ragga & Argnolds er komið á það stig að venjuleg áfallahjálp er orðin “ Djók“

…að margir, þ.á.m. Frú Raggi.is. eigi erfitt með að skilja samband þeirra.

27.07.01 …að pallaranir á Akureyri séu að hræða stóru strákana. Kannski þetta verði slysacrossið í ár.

24.07.01 …að V Í K hafi samið við Skjá einn um allt hjóla-sjónvarpsefni til næstu þriggja ára og að V Í K fái ekkert í sinn hlut, en á sama tíma hafi aðrir og ekki síður betur búnir til verksins boðið ágætis summu (500.000) fyrir sjónvarpsréttinn en verið vísað frá.  Hvers vegna ??????????????

…að fjör sé að færast í brautarmál á Kjalarnesinu. Traktorsgrafa mætt á svæðið og byrjað sé að vinna við fyrsta pallinn.

…að þeir fáu sunnan menn sem hafi skoðað brautina fyrir norðan séu hálf lofthræddir.

24.07.01 …að brautin fyrir norðan sé ekki slæm.

…að menn fari hærra í loftið en áður þekkist.

…að brautin sé svo vel falin í fjallinu að ekki sé mögulegt að finna hanna nema með hjálp GPS eða annara svipaðra leiðsögutækja.

…að norðanmenn ætli að vinna þessa keppni með stæl, og hafi gefið í skin að aðrir ættu litla möguleika á sigri á þeirra heimavelli.

24.07.01 …að einungis 10 efstu keppendurnir í A flokki geti keyrt cross brautina á Akureyri. Stökkpallarnir eru svo svakalegir, brattir og allt uppí 20m á milli tvöföldu pallana. Væntanlega verður engin B-flokkur þar sem keppendur í þeim flokki geti einfaldlega ekki keyrt þess braut. Drengir þetta er að verða all svakalegt.

18.07.01 …að þó nokkuð mikið af verðlistum hafa verið sendir um allt land og margir hörðustu „FÍLA ALLT ANNAÐ EN KTM HJÓL“.  Menn séu í einhverjum hugleiðingum því þeir komast ekki í ktm túrinn!

17.07.01… að nokkuð margir hafi verið í Eyjum um helgina.  Nokkrir reyndu að fara upp eldjjallið og nokkrum tókst það en ekki Hauk þannig að hann áhvað að reyna aftur næsta morgun, ekki tókst betur en svo að eftir margar tilraunir kom lögginn tók hann og færði á brautina ,þannig að Haukur er kominn með fyrsta nálgunarbann á eldfjallið.

15.07.01 …að Raggi æfi stíft enduro þessa dagana. Það er gert svona: Keyra af stað, sprengja dekk, gera við. Keyra af stað sprengja dekk, gera við. Karlinn þykir orðið nokkuð sleipur í þessu.

15.07.01 …að greinilegt er að sumir sem ekki eiga KTM langi í KTM túrinn

13.07.01 …að í KTM ferðina er einungis boðið KTM hjólum.  Nú er bara að bíða og sjá hvort Gunnar í Krossinum fái ekki samkeppni fráKristilegaTillitslausaMúgnum.  Engin þörf á sérstakri tíund á þeim bæ.  Hún er nú þegar innheimt.

13.07.01 …að Viggó hafi farið á hausinn og brotið viðbein, ekki gott mál. „Og þó“ Viggó er búinn að finna nýtt lyf frá USA sem á að flýta fyrir bata, og talað er um að ekki þurfi að bíða nema í ca 10 daga þar til beinin eru gróinn saman. Lyfið sem er nýkomið á markað í USA og heitir ( Bone-expresso) hefur reynst það vel að allir helstu íþróttamenn eru komnir með brúsa af efninu.

…að Reynir hafi ekki lengur gaman af því að skreppa upp í Lyklafell til að hjóla, því það sé engin sem geti veitt honum svo mikið sem smá keppni.

…að Yamaha Haukur sé að spá í að fá sér hlaupahjól eftir að Reynir tók hann í nefið í Lyklafellsbrautinni um daginn.

10.07.01 …að B-Racing hafi farið í einhverja svaðalega leyni enduró ferð í átt að á ónefndum jökli. Denni og Jón Bræður ílegndust og neita að fara heim.

10.07.01 …að Haukur og Þór hafi farið með 6 sveita enduró og kross menn í 200 km metra ferð og aðeins 1 hafi klárað ferðina með þeim en það var hinn 12 ára Arnór Hauksson.  Hinir flúðu grátandi eða með biluð hjól með skottið á milli lappanna.

02.07.01 …að ef einhver þarf að vita hvernig halda á Cross keppnir, þá er uppskiftin svona: Talið við MotoCross klúbb Ólafsvíkur og biðjið þá að halda viðkomandi keppni í samstarfi við VÍK.

…að MX Púkar landsins hafi aldrei fengið annað eins „Kikk“ og fékkst í Ólafsvík. Mini-Púkarnir fengu sér keppnisbraut og verðlaun. Race-Púkarnir fengu innsýn í framtíðina. Búið að laga brautina sem var með starti, endamarki og bannerum eftir stóru strákana, 30+5sek spjald og start eins og stóru strákarnir með teygju og alles. Tvö Móto með skelfingu foreldra og geeeeðveikri hamingju.

…að verðlauna afhending með kampa-gosi eftir race var toppurinn á helginni.

…að Race púkarnir voru að keyra brautina á 1,30min. Foreldrar: Tíminn nálgast!

…að Ólafsvík Rúlar Feitt í MXi

Skildu eftir svar