Flottur ferðatúr

Hetja síðustu helgi er ekki Hakkinen heldur Karl Gunnlaugsson.  Ef einhverjum tekst að ota góðum hjólatúr í sjónvarpið þá er það hann.  Hjólamenn kipptust til í sófanum þegar fréttin birtist og jafnóðum rifjuðu upp hina svæsnustu hjólatúra sem þeir hafa sjálfir lennt í.  Einhvernveginn varð himininn heiðskýr og og birti vel til í þessum litla hjólaheimi og vonandi að umfjöllum fjölmiðla verði eins jákvæði og var nú um helgina.  Stórt myndasafn hefur verið birt áwww.ktm.is úr þessum túr og vill vefstjóri minna menn á að gera meira af þessu.  Þeir sem ekki hafa tækifæri á að birta myndir og frásögn skulu einfaldlega sníða þetta til í tölvunni og senda sem fréttaskot.  Athygli skal vakin á að myndasafnið inniheldur nokkra appelsínuhúðaða „berga“ sem eru ekki við hæfi barna 🙂

Skildu eftir svar