CCM Go-Moto dagur

Á ferð minni um England um daginn lenti ég í óvæntri uppákomu, Steve félagi minn sem keppti með mér í Dubai Rally var búinn að undirbúa dag fyrir okkur félagana „út að leika“ með CCM verksmiðjunni. CCM verksmiðjan er Bresk og smíðar Enduro og Super-Moto hjól með STÓRUM Rotax móturum. Verksmiðjan hefur öðlast nýtt líf eftir að Frú Fogarty eiginkona World Superbike heimsmeistarans Carl Fogarty keypti meirihlutinn í fyrirtækinu. CCM skipuleggur daga um allt Bretland þar sem menn geta komið og tekið þátt í Super-Moto Endurance keppnum sem eru uppsettar fyrir 3-4 keppendur í liði og er keppnin 2 tímar og 1 tími í æfingu og qulifying á undan. Það má líkja svona degi við Go-Kart á 2 hjólum. Keppnin var haldinn á Three Sisters circuit sem er ofvaxinn Go-Kart braut og einning notuð fyrir klúbbkepnir á hjólum. Mest gaman var að fylgjast með Kónginum Carl Fogarty en hann er hreint ótrúlegur, einnig var David Jeffrais góður en hann er eini maðurinn til að fara hringinn á Mön hraðar en 125 mílur. Geta mín var bágbori n og land og þjóð til skammar en liðið okkar endaði þó í 4 sæti af 16. Það er eflaust hægt að finna upplýsingar um CCM á netinu fyrir þá sem hafa áhuga. Þetta væri einnig gaman að skoða hvort hægt væri að gera á kart brautinni í Krísuvík eða Njarðvík.
Super-Moto kveðja,
Katoom

Skildu eftir svar