Skráning í næstu keppni

Nú er komið að skráningu í keppni tvö af þrem til Íslandsmeistara í enduro.   Keppnin verður haldin við Litlu Kaffistofuna rétt utan við Reykjavík.  Fyrirkomulag skráningar er það sama og verið hefur nema til viðbótar geta menn nú skráð sig á vefnum.  Nánari upplýsingar er að sjá undir „Dagatal og úrslit“ hér til hliðar.  Athugið að allar upplýsingar eru veittar á „need to know basis“ þannig að mæting klukkan og fleira birtist síðar.  Þess má geta að eftir síðasta „fellibyl“ tók VÍK þá ákvörðun að gefa öllum mx verslunum kost á að sjá um skráningu í keppnirnar, þó einni í einu.  Verslun Vélhjól_og_Sleðar mun sjá um skráningu í þess keppni.

Skildu eftir svar