Nýjar motocrossreglur

Gömul útgáfa hefur verið hér á vefnum af motocrossreglunum og hafa nokkur smáatriði breyst í nýjustu útgáfunni sem hefur verið sett inn á vefinn núna.

Keppnisreglur fyrir Motocross

Keppni þessi er haldin  samkvæmt landsreglum MSÍ.

I Almenn atriði

GREIN 1 KEPPNISFORM

1.                    Motocrosskeppni getur verið sem einn riðill eða

2.                    Með útsláttarriðlum og einum lokariðli eða

3.                    Með mörgum samskonar riðlum, þar sem flest stig úr öllum riðlum gilda.

GREIN 2 FLOKKASKIPAN KEPPNISHJÓLA

1.             50 flokkur:   0 til 70 rsm.

2.             80 flokkur:   70 til 80 rsm.

3.             125 flokkur:   80 til 125 rsm.

4.             250 flokkur:   125 til 250 rsm.

5.             500 flokkur:   250 til 500 rsm.

6.             Opinn flokkur:   125 til 650 rsm.

7.                    Hámark eru 30 keppendur í hverjum riðli.

8.                    Keppt er í A og B flokki.

9.                    Frjáls skráning er í A flokk, en þeir sem voru í 20 efstu sætum á sl. Íslandsmóti meiga ekki skrá sig í B flokk.

GREIN 3 STARFSMENN

1.                    Keppnisstjóri hefur alla yfirstjórn á keppnissvæðinu.  Skal hann hafa til reiðu á keppnisstað: keppnisleyfi, leyfi landeiganda og sýslumanns ásamt staðfestingu á tryggingu keppninnar.

2.                    Brautarstjóri hefur umsjón með keppnisbraut og öllu sem viðkemur henni, t.d. merkingu brautar, merkingu áhorfendasvæðis osfrv. Hann gefur einnig endanlegt rásleyfi og sér um ræsingu.

3.                    Flaggarar eru staðsettir við stökkpalla og aðra varasama staði. Þeir skal flagga gulu eða bláu flaggi til upplýsinga fyrir keppendur, (sjá flaggreglur). Þeir eru einnig brautardómarar.

4.                    Rás og endamarksdómari úrskurðar hvort ræsing sé rétt og gefur öðrum starfsmönnum merki eftir því sem við á.  Hann skal einnig dæma hvor keppandinn er á undan, komi tveir samsíða í endamark.

5.                    Tímavörður kemur upplýsingum til keppenda um fjölda ekinna hringja, Hann sýnir keppendum spjald með tölustafnum 2, sem þýðir “tveir hringir eftir” og 1 sem þýðir “einn hringur eftir”. Hann sér einnig um tímatöku.

6.                    Ritari skal skrá niður fjölda ekinna hringja hjá hverjum keppanda, röð keppenda yfir endalínu og raða þeim niður í sæti þegar ekki er tekinn tími með sjálvirkum teljurum.

II BÚNAÐUR ÖKUMANNA

GREIN 4 RÉTTINDI

1.                    Um pappíra og skilríki sjá reglur MSÍ

GREIN 5 ÖKUMENN

1.                    Ökumenn skulu nota eftirfarandi útbúnað við keppni og æfingar.

a)                   Hlífðarhjálm skv. hjálmareglum MSÍ

b)                  Brjóstvörn með axlarhlífum og helst bakhlíf

c)                   Nýrnabelti

d)                  Einkennispeysu er nær alveg að verja handleggi í akstri.

e)                   Buxur úr sterku efni t.d. motocrossbuxur

f)                    Hnéhlífar úr harðplasti er verja sköflung og hné.

g)                  Hlífðarstígvél úr leðri eða öðru sambæilegu efni er veitir vörn um öklalið og sköflung.

h)                  Hlífðarhanska.

i)                    Hlífðargleraugu.

III BÚNAÐUR KEPPNISHJÓLA

GREIN 6 ALMENNT

1.                    Hávaði frá útblástursröri skal ekki vera meiri en 102 db, mælt einn metra fyrir aftan hjól í 45 gráðu horni.

2.                    Hjólið skal búið hemlum er gefa fulla hemlum á bæði hjól. Fótstig fyrir hemla að aftan og handfang á stýri fyrri hemla að framan.

3.                    Hjólið skal búið virkum ádrepara.

4.                    Hjólið skal útbúið aurbrettum yfir bæði fram og afturhjól. Brettin skulu þekja minnst 100% af breidd hjólanna og vera úr sveigjanlegum efni t.d. plasti. Brotin eða göllum bretti má ekki nota, nema allir keppendur og keppnisstjóri samþykkir.

5.                    Fótstig skulu vera minnst 16mm breið og skulu endarnir er út snúa bogadregnir og mynda minnst 8mm radíus. Fótstigin mega ekki vera staðsett hærra en 100mm fyrir ofan línu sem skal dregin gegnum miðju fram og aftur hjóls við eðlilega hleðslu hjólsins. Fótstigin skal vera hægt að gella í 45 gráðu horn, hallandi upp og aftur miðað við akstursstefnu.

6.                    Vindhlífar eru bannaðar.

7.                    Hjólbarðar skulu vera af viðurkenndri fjöldaframleiddri gerð. Dekkjakubbar mega ekki vera lengri en 300 mm með eða án nagla, skofludekk eru bönnuð.

8.                    Nagladekk eru heimil frá 1.11 til 31.3 ár hvert. Hámarksfjöldi nagla í dekki er 400.

9.                    Stýrisbreidd skal vera minnst 500mm og mest 950mm.

10.                 Kúplings og bremsuhandföng skulu vera með kúluenda svo sem minnst hætta stafi af.

11.                 Púströr má ekki ná lengra aftur en að línu sem dregin er lóðrétt í gegnum aftasta punkt afturdekks.

12.                 Legur í gjörðum skulu vera hlauplausar. Brotnar og sprungnar gjarðir má ekki nota.

13.                 Bensíngjöf skal slá sjálfkrafa af.

14.                 Engir oddhvassir aukahlutir mega skaga út frá hjólinu. Aukahluti skal fjarlæga , svo sem, ljós, spegla, flautu, standara og bögglabera.

15.                 Hjól í mega ekki vera þyngri en 150 kg. Lágmarksþyngdir hjóls án eldsneytis eru:
a)                50 flokkur:                ótakmörkuð lágmarksþyngd
b)                125 flokkur:                88 kg.
c)                250 flokkur:                98 kg.
d)                500 flokkur:                102 kg.
e)                opinn flokkur:                88 kg.

GREIN 7 RÁSNÚMER / AUGLÝSINGAR

1.                    MSÍ úthlutar í samráði við keppnishaldara rásnúmerum keppenda fyrir keppnistímabil. Sé keppandi að keppa í fyrsta skipti fær hann úthlutað númeri við skráningu í keppni og heldur því númeri það sem eftir er keppnistímabils. Keppandi ber ábyrgð á að setja númer á hjólið.

2.                    Hjól skal hafa þrjú rásnúmer. Eitt snúi fram og þvert á hjól, hin tvö skulu vera á hvorri hlið fyrir aftan fótstig. Ógreinileg rásnúmer geta valdið brottvísun úr riðli/keppni.

3.                    Keppnisstjórn er heimilt að ákveða aðra gerð rásnúmera

4.                    Keppnishaldari áskilur sér rétt til að nota ákveðna stærð af reitum á keppnishjóli og/eða ökumanni, undir auglýsingu eða annað sem strykt getur stöðu hans. Reitir þessir mega vera tveir, 20cm X 10 cm að stærð á auðsjáanlegum stöðum t.d. á brjósti og baki keppanda. Keppandi getur losnað undan auglýsingu gegn greiðslu til keppnishaldara kr. 25.000.

5.                    Bannað er að setja upp auglýsingar í braut nema í samráði við keppnisstjóra.

IV KEPPNISSVÆÐI

GREIN 8 ALMENNT

1.                    Minnsta breidda brautar er 4 metrar.

2.                    Minnsta hæð brautar liggi hún undir brú eþh. skal vera 3 metrar.

3.                    Einungis skal nota fólksbíladekk við brautarmerkingar. Þau skulu grafin niður til hálfs. Einnig má nota plastborða eða stikur úr plasti.

4.                    Greiður aðgangur skal að pitt og hann staðsettur nærri rássvæði.

5.                    Þægileg breidd á ráslínu skal vera fyrir hvert hjól.

6.                    Ræsing skal framkvæmd með rásgrind, flaggi, eða teygju sem strengd er fyrir framan keppendur og henni sleppt.

7.                    Ráskafli skal vera svo langur að nokkur röð sé komin á keppendur fyrir fyrstu beygju.

8.                    Bílastæði til afnota fyrir áhorfendur, skulu vera við hverja braut. Þar er allur akstur keppnishjóla stranglega bannaður.

9.                    Í kringum brautina skal ver vel merkt bannsvæði. Áhorfendur og keppnishjól eru bönnuð þar. Bannsvæði þessi skulu ákvarðast af legu lands í kringum brautina. Mörkin skulu sett þannig að áhorfendum stafi ekki hætta af. Utan þessara svæða skulu vera áhorfendasvæði.

GREIN 9 KEYRSLA KEPPNINNAR

1.                    Í öllum meistarakeppnum skulu allir riðlar vera jafn margir og jafn langir.

2.                    Í A flokk er keppt í 3 X 15 mín. riðlum + 2 hringir. Í B flokk er keppt í 2 X 15 mín. riðlum + 2 hringir.  Í 50 rsm flokki er keppt í 2 X 10 mínútna riðlum + 1 hringur.

3.                    Staðsetning ökumanna á ráslínu í fyrsta  riðli ákvarðast af stöðu keppanda í meistaramótinu hverju sinni. Rásröð í öðrum og þriðja riðli ræðst af árangri úr riðlinum á undan. Í fyrstu keppni hvers árs ráða úrslit frá fyrra ári. Keppandi í 1. sæti  velur sér stað fyrstur, keppandi í 2. sæti  annar osfrv. Séu keppendur jafni vísast í grein 14. hver er á undan.

GREIN 10 DAGSSKRÁ / SKRÁNINGARFRESTUR

1.                    Gefa skal út dagskrá fyrir keppni til upplýsinga fyrir keppendur og aðra. Í dagskránni skulu koma fram nöfn forsvarsmanna keppninnar og tímaáætlun keppninnar.

2.                    Allir keppendur skulu skrá sig í keppni á auglýstum skráningartíma.

3.                    Hjól sem tilheyra ákveðnum flokk skulu skráð í þann flokk og keppa í þeim flokki.

4.                    Þátttökugjöld greiðast við skráningu. Rásleyfi verður ekki veitt fyrr en gengið hefur verið frá þátttökugjöldum.

VI FRAMKVÆMD KEPPNI

GREIN 11 ÆFINGAR/UPPHITUN

1.                    Hverjum keppanda skal gefa minnst 30 mín. á brautinni til upphitunnar á keppnisdag, á þeim tíma er keppnishaldari ákveður.

2.                    Til þess að hefja keppni verður ökumaður að hafa ekið brautina minnst 3 hringi fyrir keppni.

3.                    Án leyfis keppnisstjóra má enginn akstur eiga sér stað í brautinni síðustu 30 mínútur fyrir ræsingu.

4.                    Heimilt er að skipt um hjól í keppni á milli riðla,  með samþykki keppnisstjóra og skoðunarmanns.

5.                    Minnst 10 mínútur verða að líða milli riðla þar sem keppt er í sama flokki.

GREIN 12 RÆSING

1.                    Hópræsing skal skipulögð

2.                    Staðsetning ökumanna á ráslínu raðast af keppnisstjórn hverju sinni.

3.                    Minnst 1 mínútu fyrir ræsingu skulu allir keppendur og aðeins nauðsynlegir aðstoðarmenn og starfsmenn vera á rássvæði.

4.                    Ræst skal á auglýstum rástíma. Ökumaður sem ekki er á ráslínu ásamt hjóli sínu á réttum tíma, skal dæmdur úr riðli.

5.                    Ræsir gefur merki um ræsingu með spjaldi að stærðinni 60X60sm. Hann sýnir fyrst 30 sek. merki síðan 5 sek. merki fyrir ræsingu.

6.                    Við ráslínu skal staðsettur dómari er sker úr um þjófstart. Sé þjófstartað skal endurræst. Keppendur skulu tafarlaust snúa til baka og raða sér upp á ráslínu í sömu röð og áður. Sé vafi um þjófstart skal riðill stöðvaður áður en fyrsti keppandi hefur lokið fyrsta hring.

GRIEN 13 AKSTUR Í BRAUT

1.                    Fari keppandi út úr braut skal hann skilyrðislaust fara inn á hana aftur á sama stað.

2.                    Bannað er að aka á móti akstursstefnu að viðlagri brottvísun úr keppni.

3.                    Stöðvi keppandi í braut skal hann forða sér og hjóli sínu út úr braut eins fljótt og auðið er.

4.                    Viðgerðir, breytingar, lagfæringar og áfyllingar á meðan keppni stendur eru einungis leyfðar í pitt.

GREIN 14 ÚRSLIT

1.                    Sá keppandi í riðli er ekur flesta hringi á fyrirfram ákveðnum tíma og er fyrstur yfir marklínu telst sigurvegari. Aðrir keppendur raðast niður eftir fjölda ekinna hringja og komu í endamark á eftir sigurvegara.

2.                    Ef keppni á sér stað með mörgum samskaonar riðlum þar sem gefin eru stig, skulu þau reiknast þannig að sá er flest hefur sigrar.

3.                    Séu keppendur jafni í stakri keppni, gildir síðasti riðillinn í til sigurs.

4.                    Ökumaður sem ekki  hefurlokið 2/3 hluta ekinna hringja í riðli, miðað við hringjafjöld sigurvegara telst ekki hafa lokið  riðli.

GREIN 17 STÖÐVUN RIÐILS

1.                    Riðill þar sem fyrsti ökumaður hefur lokið fyrsta hring, má ekki stöðva fyrr en keppni er lokið samkvæmt keppnisreglum, nema dómarar ákveði annað.

2.                    Riðill sem er stöðvaður eftir að ökumaður hefur lokið fyrsta hring, áður en riðillinn er hálfnaður, skal dæmdur ógildur og endurræstur.

3.                    Sé riðill stöðvaður eftir að fyrsti keppandi hefur lokið helmingi hans, telst honum lokið og skulu stig reiknuð samkvæmt stöðu keppenda í riðlinum.

GREIN 18 FLÖGG

Sjá reglur MSÍ um flögg

GREIN 19 REFSINGAR

1.                    Ekið áfram þrátt fyrir rautt flagg, brottrekstur úr keppni og engin stig.

2.                    Ekki stoppað þegar svart/hvítu(lárétt) flaggi veifað að ökumanni , -1 stig.

3.                    Ekið framúr á gulu flaggi –3 stig. Sé ekki sýnd varúð við gult flagg –1 stig.

4.                    Keppandi er hindrar framúrakstur við blátt flagg –1 stig.

5.                    Keppandi sem mætir of seint þarf að ræsa fyrir aftan aðra keppendur á ráslínu. Refsing er: 1-10 mín. of seint, fyrir aftan í fyrsta  riðli. 11-20 mín. of seint, fyrir aftan í fyrsta  og öðrum riðli . 21-30 mín. of seint, fyrir aftan í öllum riðlum. Keppandi sem mætir meira en 31 mínútu of seint fær ekki rásleyfi.

6.                    Keppandi sem þjófstartar fær áminningu, þjófstarti hann aftur skal hann ræstur fyrir aftan aðra keppendur.

7.                    Sérhver röng, sviksamleg eða óíþróttamannsleg hegðun keppenda eða áhafnar mun verða dæmd af dómnefnd keppninnar sem má refsa viðkomandi, jafnvel með brottrekstri úr keppni.

8.                    Aðrar refsingar sjá reglur MSÍ

VIII KÆRUR / ÁFRÝJANIR

GREIN 18 KÆRUR/ ÁFRÝJANIR

1.                    Allar kærur og áfrýjanir skulu lagðar fram og meðhöndlaðar samkvæmt reglum MSÍ

IX VERÐLAUN/VIÐURKENNINGAR

GREIN 21 VERÐLAUN/VIÐURKENNINGAR

1.             Veðlaun verða veitt samkvæmt dagskrá keppninnar.

Skildu eftir svar