Sumir geta ekkert skoðað síðuna

Síðan var flutt fyrir um viku til Íslands en hún var geymd erlendis.  DNS nafnþjónar uppfæra sig almennt einu sinni á sólarhring og virðast flestir ekki hafa orðið varir við þetta.  Hinsvegar er vitað um eitt tilvik þar sem notandi er hjá Margmiðlun þar sem þeirra nafnþjónar hafa ekki verið uppfærðir og komast þeir notendur ekki inn á síðuna.  Vonandi gera þeir bragabót á þessu hið fyrsta.  Þangað til, verða þeir aðilar að kíkja á síðuna hjá vinum eða kunningjum.  Svo er alltaf hægt að eiga viðskipti við aðra sem eru betur „stilltir.“