Nýtt hjól?

Vegna „vöntunar“ á velgengi ákvað Jagúar liðið að endurhanna bíl sinn í formula 1.  Ekki er vitað með vissu hversvegna eða afhverju V&S takast á við neðangreint verkefni en sem betur fer er ekki þörf á vindgöngum, nóg er rokið.

Það er opinbert! Tilraun no. 2 á 4 árum. Raggi og 250 eiga í erfiðleikum saman.  Karlinn er alinn upp á 500 frá 1983 og seinni tilraun til að verða 250 ökumaður endaði síðasta mánudag. 5 sek.munur að jafnaði í braut þar sem power er ekki atriði ( Grindavík ) gerði útslagið.  500 skal það vera.  Þetta þýðir að á miðvikudag var búið að safna því sem þurfti.  KX500 skaffar vélina. KX250 stell og græjur + Marzocchi race framdempar og eftir helgi verður einn af örfáum 500vél/250stell Kawar í heiminum ready.  Eina svona græjan sem við vitum um er hjólið sem Ástralinn Ferguson leiddi GPið þar langt fram eftir keppni, á undan Everts, Smets o/co. Ameríkanar hafa smíðað tvö 500 hjól með 250 afturstelli og sérsmíðuðum tank.  Kalla það KX500-F.  Hugmyndin þar var að minnka hjólið um miðjuna og auðvelda þungaflutning fram og aftur.  Heimurinn er svo smár í þessum geira að Dave sem smíðaði USA hjólin ( Vinnur hjá ProCircuit ) spurði Steina hvort hann þekkti Ferguson!  Þetta verður spennó.  Raggi og VH&S ætla ekkert að gefa titilinn í ár þó síðasta ár hafi horfið í meiðsli.

Skildu eftir svar