Afsökunarbeiðni

Ég Steini Tótu bið Karl Gunnlaugsson opinberlega innilegrar afsökunar á frumhlaupi mínu í vefskrifum um VÍK og keppnisskráningar.  Eins og alltaf læt ég stóru skotin vaða án nánari umhugsunar og þarf síðan að éta ofan í mig mistökin.  Geri það hér með.  Kom í ljós að mistökin með að koma félaginu í viðkvæma stöðu gagnvart bransanum, voru gerð alfarið án vitundar Kalla enda hefur Karl að jafnaði sýnt skynsemi þegar þessi ósýnilegu strik hafa skarast. Maggi í VÍK gerði sér ekki grein fyrir því hvað þessi blanda er viðkvæm og ekki Einar heldur.  Sérstaklega ber að geta þess að Moto er rekið af tveim aðskildum fyrirtækjum, hvoru með sýna stjórnendur.  Þetta upphlaup mitt skilar samt sem áður því markmiði að skerpa á línum milli fyrirtækja og félagsins og mun á næstu dögum hreinsast til í drullunni ( sem ég byrjaði að kasta sjálfur ).  Það verður að halda þessu klárlega aðskildu.  VÍK þarf peninga og þeir koma náttúrulega að töluverðu leiti frá bransanum í formi auglýsinga og slíks.  Það eru aðferðirnar sem skipta öllu máli.  Það má enganveginn líta þannig út gagnvart félagsmönnum eða öðrum að verið sé að hygla einum umfram aðra. Það er frumskilyrði.
Lögum þetta núna.
Steini Tótu

Skildu eftir svar