Vefsíðan

Nú er komin yfir vika síðan ég (Guðjón Magnússon, Gaui, tölvukall) tók að mér þessa síðu.  Þó svo síðan sé komin á „almenning“ þá er enn töluverð vinna eftir til að loka því sem nú þegar hefur verið kynnt á síðunni.  Í gangi er bunki af hugmyndum sem best er að nefna sem minnst fyrr en þær verða að veruleika.  Ég vil þakka Aroni Reynissyni, Hákoni Ásgeirssyni og Ingvari Erni Karlssyni fyrir þær athugasemdir og gagnrýni sem þeir veittu fyrstu dagana.  Mitt hlutverk er og verður að miðla fréttum og upplýsingum milli ykkar.  Verið því ófeimnir að senda inn fréttaskot, kjaftasögur eða hvaðeina sem tengist sportinu hér á Fróni.

Skildu eftir svar