Vefmyndavél

MotoMos til umfjöllunar í Bæjarráði Mosfellsbæjar

Bæjarráð Mosfellsbæjar sendi MotoMos eftirfarandi þann 20/4-01.
Á 513. fundi bæjaráðs sem haldinn var þann 18/4-01 var framangreint erindi tekið til afgreiðslu og eftirfarandi bókun samþykkt.  „Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til skoðunar og umsagnar íþrótta og tómstundanefndar.“
Steini Tótu segir að „þetta þýðir svo sem ekki neitt merkilegt en skrefið er þó að baki.  Kosturinn er að við eigum hauk í horni í nefndinni og vonumst eftir jákvæðri umfjöllun í henni.  Fram að því höldum við í horfinu í gryfjunum og allt verður sem fyrr. Við höfum engann skýlausan rétt til að vera þarna en við erum í sátt við alla eins og er.  Eftir nokkra svona stjórnmálaleiki má fara að reikna með svari. Þ.e. þegar allir sem að málinu koma verða búnir að firra sig ábyrgð. Tekur meiri tíma en við höfum svo sem nóg af honum. Og það kemur alltaf meira af honum.“

Comments are closed.